Verslun okkar lokar 1 nóv. áfram hægt að versla í netverslun

Vorum að fá útigrísina úr vinnslu. Verlsunin okkar heima á bæ verður opin út október og verður kjötið af útigrísunum í boði. Frá og með 1. nóvember verður verslunin okkar hér heima á bæ lokuð fram að páskum 2017 en netverslunin áfram opin. Við munum EKKI bjóða upp á hamborgarahryggi í stöku þetta árið, engöngu í þeim pökkum sem við seljum í netsölu. Þar er hægt að kaupa 1/2 og 1/4 skrokk unnin eftir ósk kaupanda. 1/4 pakkarnir okkar eru mjög vinsælir fyrir jólin. í honum getur verið 1 hamborgarahryggur, jólasteik, bacon o. fl. Frekari upplýsingar á heimasíðunni www.ormsstadir.is/svinakjot/

BORG Í SVEIT ÞANN 28. MAÍ N.K.  

Skoðunarferð inn á svínabú í boði Ormsstaða

Á fjölskyldubúinu Ormsstöðum í Grímsnesi, erum við með svín sem aðalbúgrein auk þess að vera með hesta, nokkrar hænur og auðvitað hunda og ketti. 
Við vitum að margir eru áhugasamir um að kynna sér búskap með svín og að ekki gefast mörg tækifæri til þess. Í tilefni af opnum degi hjá Grímsnes- og Grafningshreppi, sem verður haldinn 28. maí, þar sem sveitungar bjóða almenningi í heimsókn ætlum við að gefa fólki kost á að koma í heimsókn og kynna sér búskapinn hjá okkur. Okkur langar að kynna búgreinina og áherslur okkar á Ormsstöðum með því að hafa skoðunarferðir inn á svínabúið.  Að sjálfsögðu eru allir velkomnir til að skoða hjá okkur ef ekki er vilji til að fara inn í svínahúsin.

Skoðunarferðirnar ganga þannig fyrir sig:

Allir þeir sem fara inn í svinahúsin skypta um fatnað, sem við leggjum til.

Farið verður í fylgd með starfsmanni, 15 gestir í einu.

          Kl. 11:00  fyrsta skoðunarferðin

          Kl. 12:30  almenn kynning

          Kl. 13:00  skoðunarferð

          Kl. 14:30  skoðunarferð

          Kl. 16:00  skoðunarferð                                                                                                                                                                                                  

Þegar þið komið á staðinn byrjum við á léttri yfirferð um sögu og sérstöðu búskaparins og hvert búið stefnir í framtíðinni. Gestir fá leiðsögn í gegnum allar deildir búsins.   Við þurfum að hafa í huga að svínin eru óvön slíkum heimsóknum og þetta er líka spennandi fyrir þau.                                                                                                                                                                                                                                                                       

Það verður að skrá sig í skoðunarferðirnar svo við getum raðað þeim upp. Ef ykkur langar til að líta við og skoða svínabú sendið okkur þá tölvupóst á ormsstadir@ormsstadir.is   Við þurfum að fá gefið upp nafn, fjölda, síma, og email við skráningu  og klukkan hvað þið viljið vera. Öllum slíkum póstum verður svarað svo þið vitið hvort pöntun hafi verið staðfest.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Verslunin verður opin fram að páskadegi (27.mars) frá kl. 12.00 til kl. 16.00  eða eftir samkomulagi í síma 771-4465.

Heim á bæ á Ormsstöðum er hægt að koma og versla beint frá bónda. Lítil verslun er opin alla daga frá kl. 10-16 frá  1. Júní þar til eftir verslunarmannahelgi. Einnig er hægt að versla í annantíma eftir samkomulagi í síma 771-4465. 

Á fjölskyldubúinu Ormsstöðum í Grímsnesi, erum við með svín sem aðalbúgrein auk þess að vera með hesta, nokkrar hænur og auðvitað hunda og ketti. 
Við vitum að margir eru áhugasamir um að kynna sér búskap með svín og að ekki gefast mörg tækifæri til þess. Í tilefni af opnum degi hjá Grímsnes- og Grafningshrepp, sem verður haldinn 30 maí, þar sem sveitungar bjóða almenningi í heimsókn ætlum við að gefa fólki kost á að koma í heimsókn og kynna sér búskapinn hjá okkur. Okkur langar að kynna búgreinina og áherslur okkar á Ormsstöðum með því að hafa skoðunarferðir inn á svínabúið.

Við byrjum á að bjóða upp á fyrstu skoðunarferðina kl 11:00 og ef áhuginn er mikill bætum við við ferðum. Við getum aðeins tekið á móti 10 manns í einu og verður fólk að skrá sig í skoðunarferðirnar svo við getum raðað þeim upp. 
Þegar þið komið á staðinn byrjum við á léttri yfirferð um sögu og sérstöðu búskaparins og hvert búið stefnir í framtíðinni. Svo fá allir hlífðarföt og fara með leiðsögn í gegnum allar deildir búsins. Við þurfum að hafa í huga að svínin eru óvön slíkum heimsóknum og þetta er líka spennandi fyrir þau! 

Ef ykkur langar til að líta við og skoða svínabú sendið okkur þá tölvupóst á ormsstadir@ormsstadir.is Við þurfum að fá gefið upp nafn, síma, og email við skráningu og loks fjölda, ef þið eruð saman í hóp og klukkan hvað þið viljið vera. Öllum slíkum póstum verður svarað svo þið vitið hvort pöntun hafi verið staðfest.

Við hlökkum til að sjá ykkur!
Fjölskyldan á Ormsstöðum

Gyltur í lausagöngu

Breyta
Breyta
Breyta

Knúið áfram af 123.is