Almennar upplýsingar

Allt kjöt er betra ef það fær að þiðna og liggja í ísskáp í 2 sólarhringa. Best er að taka það út klukkustund fyrir eldun þannig að það hafi náð stofuhita. Hamborgarhrygginn má gjarna taka úr frysti og setja í ísskáp viku fyrir eldun. Best er að elda allar stórsteikur með kjötmæli en annars má miða við 3 korter á kíló. Enn betra er að elda það á lágum hita og í lengri tíma. Allt kjöt er gegnum eldað við 77 °C.

Purusteik / Síðusteik (Fleskesteik)

Til að pura heppnist sem allra best þarf að passa að hún þorni aldrei fyrir eldun. Þegar steikin er krydduð þarf að nota mjög mikið salt á puruna þá poppast hún best.

Ofninn hitaður í 260 °C, steikinni komið fyrir á hvolfi (puran niður) í skúffunni og sjóðandi vatni hellt yfir. Steikinni er síðan lyft örlítið þannig að vatnið komist allsstaðar undir. Svona er þetta látið krauma í ca 20 mín. Þá er steikin tekin út og hitinn lækkaður í 120 °C. Kryddið steikina með salti og pipar á sjálft kjötið en grófu salti er nuddað í puruna, piparkorn og negulnöglum er stungið í raufarnar á purunni. Einnig má nota lárviðarlauf og sinnepskorn. Þá er kjötinu aftur komið inn í ofninn en nú á grind og puran snýr upp. Kjötið er síðan haft inni með kjötmæli á 120 °C þar til mælirinn sýnir 77 °C. Ef puran er ekki poppuð þá má auka hitann og setja á yfirhita eða grill en þá þarf að standa yfir steikinni og fylgjast með því að hún brenni ekki. Athugið að soðið getur verið mjög salt ef nota á það til sósugerðar


Sveitaskinka (Sænsk jólaskinka)
Sjóða má steikina í potti eins og hangikjöt og borða með hvítri sósu og kartöflum. Einnig má elda hana í ofni eins og hamborgarahrygg og pura á ýmsan máta. 

Hér kemur hugmynd að purun (sett á þegar steikin er næstum fullelduð sýnir 75 á kjöthitamæli)

Einu eggi og 4 msk af dijonsinnepi er pískað saman og borið á kjötið. Því næst er brauðraspi og sykri stráð yfir. Kjötið er sett í 200 ° heitan ofn í 30 mín uns það er orðið fallega brúnt og hart að utan.

Kalda sykursaltaða steik er gott að eiga í ísskáp ofan á brauð 


Pullet pork

Kjötið er geymt í kryddlegi í sólahring fyrir eldun

Kjötið er síðan eldað á 75° í 10-12 tíma í ofni eða enn betra á lokuðu kolagrilli og þá gott að vera með smá við í kolunum :)

Kryddlögurinn á heilan bóg 

2 dl hrásykur eða púðursykur

2 dl Salt, gróft líka mjög gott að nota reykt salt

6 hvítlauksgeyrar

1/4 dl Epla edik eða sítrónusafi

1 matsk smoked papriku duft

1 -2 tsk chilly krydd 

2 dl olía

eftir að búið er að elda kjötið og það aðeins að kólna er það tætt niður. Sumir vilja bæta BBQ sósu við kjötið aðrir bara hafa hana með að eiginn vali. Svo er mjög gott að bæta hrásallati á samlokuna eða bara grænmeti að eigin vali :)

Snitsel í sparifötunum

500 g - 1 kg snitsel

Orlydeig:

250 g hveiti

1 egg og tvær hvítur að auku

2 dl pilsner, má líka nota sprite

1 dl volgt vatn

½ dl matarolía

1 tsk salt

Allt nema hvíturnar hrært vel saman og látið standa við stofuhita í minnst klukkutíma. Snitselið skorið í bita og kryddað með salt og pipar. Hvíturnar eru svo stífþeyttar og blandaðar saman við deigið rétt áður en það er notað. Snitsel bitunum dýft í deigið og síðan djúpsteikt.

Snitsel í sparifötunumKnúið áfram af 123.is